Hönnunarvara svífur yfir viðkvæmu landi

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Íslands 2022 - Tilnefning til hönnunarverðlauna Íslands 2023 - Belgian Building Awards, International award 2024

 

HLÍFIR VIÐKVÆMUM NÁTTÚRUPERLUM

Svífandi göngustígar er sveigjanlegt og umhverfisvænt göngustígakerfi.
Kerfið lágmarkar snertipunkta við jörðina og hlífir þannig viðkvæmum náttúruperlum fyrir átroðningi.

Inngrip í náttúru er afturkræft, stíga má fjarlægja eða legu þeirra breyta, án þess að landslag verði fyrir röskun.
Kerfið auðveldar aðgengi fólks að vinsælum ferðamannastöðum samhliða því að vernda viðkvæma náttúru.

 
 
Hovering Trails opnun 2021-29.jpg
 

EIGINLEIKAR OG SÉRSTAÐA

  • ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

  • LÉTT OG STÍLHREINT ÚTLIT

  • HÁTÆKNI Á GÓÐU VERÐI

  • FRÁBÆR ENDING OG LÍTIÐ VIÐAHALD

  • UPPSETNING ÁN JARÐRASKS

  • AFTURKRÆF AÐGERÐ ÁN UMMERKJA

  • FORM OG LITIR AÐLAGAST UMHVERFI

  • MYNDA ALLAR TEGUNDIR BEYGJA OG FYLGJA HALLA

  • PALLAR, LÝSING OG SKILTI ERU PARTUR AF KERFINU

  • FÆRIR HJÓLASTÓLUM OG AFBRAGÐS HÁLKUVÖRN

 
vefur.jpg
 

FYRIR ALLAR ÁRSTÍÐIR

Svífandi göngustígar eru með ábrenndri áloxíð hálkuvörn sem tryggir öryggi allt árið og aðgengi hjólastóla. Stígarnir hafa gott burðarþol og þola minni snjóruðningstæki ef snjór safnast upp en það gerist í undartekningatilfellum vegna forms pallanna. Yfirborðsslitlagið er viðhaldsfrítt og þolir vel erfiðar aðstæður.

 
 

SAMSTARFSAÐILAR

 
taekni.jpg