VIÐ HÖNNUM FYRIR NÁTTÚRUNA, SEM ER Í FYRIRRÚMI
Stígarnir byggjast á djúpri virðingu fyrir náttúrunni . Við setjum hana í forgrunn til að passa upp á að verkefnin séu alltaf í takt við náttúruna sjálfa. Með því að forgangsraða vistkefi fremst, hönnum við stíga síga þar sem vatn rennur óhindrað, gróður vex sem fyrr og yfirborðsmyndanir halda sér.
HANNAÐ FYRIR ALLS KONAR LANDSLAG
Við erum stolt af því að bjóða upp á stíga og pallalausnir fyrir erfiðustu aðstæður eins og jarðhitasvæði, hraun, votlendi og við fornminjar.
JARÐHITASVÆÐI
FORNLEYFAUPPGRÖFUR
VIÐKVÆMT HRAUN
MOSI OG VOTLENDI
VERNDUN NÁTTÚRU
Nú hafa Stígarnir hafa hvergi áhrif á landslag og vatnsflæði. Yfirborðsvatnið rennur óhindrað undir stíganna og niður brekkurnar og mýrlendi, lækir og lón standa óhreyfð. Gróðurinn vex óhultur þar sem gestir geta notið hans og skoða hann í nálægð frá öruggum stígum.
Skemmt landslag traðkað af gestum.
2018
Eftir að Svífandi stígar voru settir upp þá breyttist landslagið og þar kom aftur gróður , smáhverir og útfellingar.
2020
AFTURKRÆF AÐGERÐ
Sjálfbær hönnun er undirstaða okkar hugmyndafræði. Við hönnum og setjum upp stíga, úr efnum sem eru endurvinnanleg, sterk og endingargóð, með fullkomlega afturkræfri aðgerð. Þetta þýðir að stígarnir eru byggðir til að endast á sama tíma og það má breyta þeim eða flytja þá annað, án þess að skilja eftir far. Þannig gerum við sjálfbæra hönnun og lágmörkum vistfræðilegt fótspor.
Stígarnir voru settir upp 2019 þar sem þeir bjuggu til gott aðgengi að stórum leirhver í Hveradölum.
2019
Stígarnir voru færðir árið 2021 út af breyttri virkni og til að koma fyrir útsýnispalli. Eftir tilfærsluna sést vel hvernig hvílt og ósnortið landslag kemur undan stígnum.
2021
MYNDIR FRÁ VERKEFNUM
Fyrstu stígarnir voru settir upp á Ingólfstorgi fyrir Hönnunarmars 2017 og svo upp í Hveradölum 2018 og aftur 2019 með styrkjum úr Tækniþróunarsjóði, sem breytti staðnum í glæsilegan áfangastað til að skoða jarðhita í nálægð. Hinn rúmlega 100m langur stígur með útsýnispöllum, handriðum, upplýsingaskiltum og lýsingu gjörbreytti svæðinu. Landeigendur bættu við stíginn 2020 og eru með áform um að lengja hann enn frekar. Þar sem áður var hættulegt svæði erfitt yfirferðar er nú öruggt stígakerfi sem býður upp á einstaka upplifun á flottu háhitasvæði.
FRAMLAG TIL NORRÆNS SJÁLFBÆRS SAMÉLAGS
Við eru alltaf að leita að samræðum við hugsuði, koma með nýjar hugmyndir og að vinna með nýjustu tækni í sjálfbærri hönnun. Við vinnum náð með umhverfisverndarsinnum vegna þess að við viljum ábyrgjast að það sem við gerum sé á við það besta í umhverfismálum. Vinna okkar samræmist norrænni sýn sem styður ábyrga ákvarðanatöku og endurheimtingu náttúru, með skilning á menningararfleifð, nútíma hegðun og framtíðarsýn á sama tíma og lögð er áhersla á hlutverk arkitektúrs og hönnunar í að efla náttúruferðaupplifun.