Vistvænt Kerfi


ÞETTA MARGVERÐLAUNAÐA STÍGAKERFI ER VIRKILEGA SJÁLFBÆR LAUSN FYRIR VIÐKVÆMT LAND.

UPPSETNINGIN ER ALVEG AFTURKRÆF OG HÆGT AÐ FÆRAR STÍGANA TIL ÁN ÞESS AÐ SKEMMA UNDIRLAGIÐ.

ÞAR SEM VARAN ER HÖNNUÐ OG FRAMLEIDD Á ÍSLANDI ER KOLEFNISSPOR HENNAR LÁGT. ÁL ER LÍKA 100% ENDURVINNANLEGT.

MEÐ LÁGMARKS INNGRIPI FÆST BESTA NÁTTÚRUVERNDIN.

STIGARNIR VERNDA NÁTTÚRUNA ÞAR SEM ÞEIR SVÍFA YFIR HANA ÁN ÞESS AÐ HAFA ÁHRIF Á YFIRBORÐSVATN OG VISTKERFI.


 
 

#1 ALGJÖRLEGA AFTURKRÆF FRAMKVÆMD

Svífandi göngustígar er algjörlega afturkræf framkvæmd. Það þýðir að engar skemmdir verða á náttúru þar sem stígarnir eru lagðir ef þeir eru fjarlægðir aftur. Hér að neðan má sjá myndir þar sem svífandi göngustígur stóð í eitt ár og var fjarlægður. Eins og sjá má á myndunum þá eru engin ummerki um stíginn eftir að hann er tekinn niður.

A - 2018 : Úttroðið utan malarstígs

B - 2019 : Nýr svífandi stígur veitir aðgengi og upplifun

C - 2020 : Stígur tekinn niður ári síðar og undan kemur ósnortin náttúra

D - 2020 : Stígur settur upp lengra frá og nýjum útsýnispalli bætt við

E - 2023 : Náttúran dafnar og staðurinn enn skemmtilegri

 
 

#2 KOLEFNISSPOR

Kolefnissporið er lágt því allt er smíðað og samsett á Íslandi. Álplötur, tengistykki, skilti og handrið laserskorin og soðin saman og slitlag með hálkuvörn ábrætt. Ekki þarf vélar til uppsetningar sem er mjög fljótleg. Viðhald er í lágmarki og ending í hámarki. Einingarnar eru allar endurnýtanlegar og álið 100% endurvinnanlegt efni.

 

#3 LÁGMARKS INNGRIP

Með trapisulagi og 6 metra burðargetu á milli undirstaða er inngripið lágmarkað. Sýnilegur ysti kantur er aðeins 4mm og einingarnar aðeins 20cm í miðjunni þar sem þær eru hæstar. Léttur og stílhreinn arkitektúr gerir að lítið fer fyrir stígunum í náttúrunni ásamt því að þeir leggjast vel að náttúrlegu landslagi. Hönnunin gerir það mögulegt að komast mjög nálægt hverunum til þess að fá hámarks upplifun. Ekkert jarðrask né þörf á vinnuvélum.

 
 

#4 VERNDUN VOTLENDIS

Hvergi hefur svífandi stígurinn áhrif á vatnstreymi. Vatn rennur óhindrað undir hann niður brekkur og á flatlendi. Mýrlendi, lækir og lón standa óröskuð. Stígarnir hafa engin áhrif á vatnstreymi í rigningum og vatnavöxtum. Gróðurinn fær allur að lifa sínu lífi á meðan gestir eru vel varðir frá bleytu og hættum.