HVERADALIR
SVÍFANDI GÖNGUSTÍGAR eru sérstaklega áhugaverðir í umhverfi þar sem eru hraun, hverasvæði eða mýrar, þar sem aðstæður eru erfiðar og krafa er um raunverulegan möguleika á afturkræfni. Því var ákveðið að velja stað fyrir uppsetninguna á frumgerðinni sem gerði slíkar kröfur.
Þar sem frumgerðin heppnaðist einkar vel fékkst styrkur úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða árið 2019 til að halda áfram með verkefnið og leggja 100m langan stíg upp í dalinn. Eigendur og Framkvæmdasjóðurinn voru mjög ánægðir með útkomuna og var því sótt um og fenginn annar styrkur árið 2020 til að setja upp "svífandi" palla og 6 innfelld upplýsingaskilti.
Þar sem áður var mjög hættulegt svæði og slys regluleg er nú öruggt stígakerfi sem veitir einstaka upplifun á flottu hverasvæði.