TÆKNIN

Hönnunin er vernduð hjá WIPO
The World Intellectual Property Organization


HVAÐ ER SVÍFANDI GÖNGUSTÍGUR?

SVÍFANDI GÖNGUSTÍGAR er sveigjanlegt og umhverfisvænt göngustígakerfi SEM LÁGMARKAR SNERTIPUNKTA VIÐ JÖRÐINA OG HLÍFIR ÞANNIG VIÐKVÆMUM náttúruperlum frá átroðningi samhliða því að auðvelda aðgengi fjölda fólks að vinsælum ferðamannastöðum.

Göngustígakerfið má nýta mjög víða, laga að mismunandi aðstæðum og þörfum

Sérstaða hönnunarinnar felst í því að stígana má leggja án þess að skemma undirlagið. Markmiðið er að laga hið manngerða að náttúrunni og lágmarka náttúruspjöll sem og sjónræn áhrif af framkvæmdinni.

Stígurinn „lyftir sér“ frá jörðu og hlífir landinu.

Vegna v-laga burðarformsins er jarðvegurinn undir stígnum sýnilegur og nýtur birtu. Það gefur mosa og lynggróðri færi á að halda sér. Oftar en ekki er nauðsynlegt á friðlandi að um afturkræfa framkvæmd sé að ræða. Ófullnægjandi árangur hefur víða fengist með malarstígum, malbiki og timburstígum.

Svífandi göngustígarnir geta bjargað landi frá átroðningi á ótrúlegustu stöðum og skilað ósnortinni náttúru áratugum síðar.

Lausnin er alveg afturkræf og hægt að færa einingarnar til árum seinna ef þörf er á.  Endingin er í áratugum, það er afbragðs hálkuvörn, innbyggð lýsing og aðgangur fyrir hjólastóla.


EIGINLEIKAR OG SÉRSTAÐA

  • ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ALLA LEIÐ

  • SAMKEPPNISHÆFT VERÐ

  • ENDINGARBETRI OG VIÐAHALDSMINNI EN AÐRIR STÍGAR SEM TÍÐKAST

  • FORM OG LITIR AÐLAGAST UMHVERFI

  • AFTURKRÆF AÐGERÐ

  • EKKI ÞARF JARÐRASK TIL AÐ KOMA ÞEIM FYRIR

  • AUÐVELT AÐ PÚSLA SAMAN TIL AÐ MYNDA ALLA TEGUNDIR BEYGJA OG FYLGJA HALLA

  • UPPLÝSINGASKILTI, ÚTSÝNISPALLAR, HANDRIÐ OG LÝSING HLUTI AF KERFI

 

17.070.islandeck-booklet_page_10_1500x660_acf_cropped.jpg

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Hér að neðan má sjá teikningar og tæknilegar upplýsingar um svífandi göngustíga. Nánari upplýsinga skal leita hjá okkur.

Screenshot 2021-01-25 at 10.06.51.jpg
Screenshot 2021-01-25 at 10.06.59.jpg

ÖRYGGISHANDRIÐ

Handriðin eru úr lóðréttum ál stólpum sem eru skrúfaðir í einingarnar eftir þörfum. Handriðið er fljótlegt í uppsetningu og hægt er að velja hvort það er sett upp öðrum megin eða báðum megin við stíginn. Auðvelt er að bæta við handriði eða færa þau til. 10mm vír úr ryðfríu stáli sér um öryggið og nýtist sem handlisti. Sívölum timburhandlista er rennt upp á vírinn þar sem vilji er fyrir þægilegri viðkomu eða til að merkja útsýnissvæði.  Val er um þrjár leiðir til að loka undir handriðinu sem eru : með þremur lóðréttum vírum (lítil hætta), með dynice neti þar sem mikil hætta er eða með stálneti þar sem lífshætta er mest. Handrið er 1,2 metrar á hæð þar sem fallhæð er mikil en annars venjulega 0,9 metrar.

Screenshot 2021-01-25 at 10.09.02.jpg

FRÆÐSLUSKILTI

Í boði eru þrjár tegundir fræðsluskilta. Stærri gerðin sem er 150cm x 22 cm og minni gerðin sem er 70cm x 22cm. Skiltin festast á sömu staði og á sama hátt og handriðin þannig að möguleikarnir eru margir, kostnaður lágur, fljótleg í uppsetningu og tilfæranleg. Útprentað efni er límt á álplötur í prentsmiðju og þær síðan skrúfaðar á stolpana á staðnum. Hlíf með festingu fyrir lýsingu ofan á skiltin fylgir.


LÝSING Á GÖNGUSTÍGUM

Gert er ráð fyrir stillanlegum, innfelldum LED borðum í handrið og í þar til gerða stólpa sem eru í stíl við handriðin. 

Boðið er upp á ratljós í myrkri sem stýra gangandi en valda á sama tíma sem minnstri ljósmengun og beina lýsingu þar sem æskilegt getur talist að lýsa upp gjótur, hveri, kletta eða annað við stíginn. Með innfelldri lýsingu er komist hjá því að raska umhverfinu með ljósastaurum og mun þessi lágstefnda lýsing sem notuð verður nálægt yfirborði valda minni ljósmengun.

Myndin sýnir mismunandi möguleika á staðsetningu innfelldrar lýsingar í handriði og lágum stólpa.


PALLAR, SÉREININGAR OG BREIÐARI STÍGAR